Uppbyggingarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir 2025 samtals 60 m.kr. Til menningarstofnana var ráðstafað 17 m.kr. sbr frétt Bæjarins besta.
Til menningarverkefna var varið 25,4 m.kr. og til atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna 17,6 m.kr.
32 menningarverkefni 25,4 mkr.
Elísabet Gunnarsdóttir – Fyrir verkefnið Franska kvikmyndahátíðin á Ísafirði 2025 – 120.000
Hátíð sem haldin hefur verið á Ísafirði síðan 2018.
Eiríkur Stephensen fyrir Jökull – hljóðinnsetning í Tankinum Flateyri – 200.000
Verkið er hljóðinnsetning þar sem sellóið er notað á ýmsa vegu til að framkalla hljóð sem lýsa bráðnun jökla.
Andri Pétur Þrastarson – fyrir verkefnið – Á floti, útgáfutónleikar Gosa – 250.000
Nú í byrjun árs gefur Gosi út breiðskífuna Á floti og er styrkur veittur í útgáfutónleika.
Elfar Logi Hannesson – fyrir verkefnið Leiklist á Flateyri – 250.000
Um er að ræða bók um sögu leiklistar á Flateyri og við Önundarfjörð, rakin bæði í texta og myndum.
Kol og salt ehf – fyrir ArtsIceland viðburðir 2025 – 250.000
Skipsbækur ehf. – Fyrir verkefnið Myndasaga um íslenska refinn Flóka – 300.000
Flóki in Hornvík (vinnuheiti) er fræðandi myndabók fyrir unga sem aldna lesendur sen einnig hugsuð sem skemmtilegur minjagripur.
Greta Lietuvninkaité-Suscické – Development of the reflective writing studio „Write it Out“ – 380.000
„Write It Out“ eru ritsmiðjur eða reflective writing studio sem Greta hefur starfrækt síðstan 2019
Andrá kvikmyndafélag ehf. – fyrir verkefnið Friðland – 400.000
Friðland er heimildamynd í fullri lengd í leikstjórn Hrund Atladóttir í framleiðslu Kristínar Andreu Þórðardóttur.
Sögumiðlun ehf – Fyrir verkefnið Reykjanes við Djúp – vefur og skilti -500.000
Um þessar mundir eru 90 ára frá stofnun Héraðsskólans í Reykjanesi og 100 ár frá byggingu sundlaugarinnar þar.
Leikfélag Flateyrar – fyrir Frumsamið leikverk í fullri lengd – 500.000
Handrit af leikverki eftir Ölmu Sóley Wolf Önnudóttir
Juraj Hubinák – fyrir verkefnið Gullni Sópurinn einleiks-brúðuleiksýning – 500.000
Gullni Sópurinn er stutt einleiks-brúðuleiksýning sem er hugsuð sérstaklega til að sýna einum áhorfanda í einu.
Hollvinasamtök Ágústu ÍS – fyrir verkefnið HAF OG HAMINGJA – 500.000
Miðlun sögu leikvallarins og trébátsins á Suðureyri við Súgandafjörð.
Leikfélag Hólmavíkur – fyrir Leikrit í fullri lengd – 500.000
Gamanleikurinn 39 þrep eftir Patrick Barlow í þýðingu Eyvindar Karlssonar sem stefnt er á að frumsýna í mars 2025
Kol og salt ehf – fyrir Gallerí Úthverfa – sýningar á afmælisári 2025 – 600.000
Minjasafn Egils Ólafssonar – fyrir verkefnið Eldblóm á Hnjóti – Viðburðardagskrá – 700.000
Fræðandi og skemmtilegir viðburðir sem tengjast sumarsýningu safnsins árið 2025.
Leiklistarhópur Halldóru ehf. – fyrir verkefnið Leiklist með börnum 700.000
Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga, bæði sumar og haust.
Byggðasafn Vestfjarða – fyrir verkefnið Eilífa bið eftir engu, sögur úr köldu stríði – 700.000
Uppsetningu á sýningu um sögu Ratsjárstöðvarinnar á Straumnesfjalli
F.Chopin tónlistarfélagið á Íslandi – fyrir verkefnið 5. F. Chopin Tónlistarhátíðin á Ísafirði – 800.000
F.Chopin tónlistarfélagið á Íslandi ætlar að halda 5. F.Chopin Tónistarhátíð á Ísafirði.
Náttúrustofa Vestfjarða – fyrir verkefnið Skoðum landnám á Vestfjörðum saman ! 850.000
Verkefnið býður nemendum, heimamönnum og ferðamönnum tækifæri til að kanna fornleifar og sögu svæðisins á lifandi hátt.
Blús milli fjalls og fjöru – 900.000
Tveggja daga tónlistarhátíð í Vesturbyggð þar sem blúsinn er allsráðandi
Fossavatnsgangan félagasamtök– fyrir verkefnið Fossavatnsgangan 90 ára – 900.000
vegna söfnunar og skráningu efnis Í tilefni af 90 ára afmæli Fossavatnsgöngunnar
Andrew Junglin Yang – fyrir International Westfjords Piano Festival 900.000
Heimsklassa píanóhátíð sem haldin er í ágúst í Vesturbyggð
Sauðfjársetur á Ströndum ses – fyrir Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2025 1.000.000
Náttúrubarnahátíðin er 3j daga stór fjölskylduhátíð haldin á Ströndum
Kómedíuleikhúsið – fyrir verkefnið Þannig var það1.000.000
„Þannig var það“ er einleikur eftir Nóbelskáldið Jon Fosse.
Hótel Djúpavík ehf. – fyrir The Factory Art Exhibition 1.000.000
Listasýning í gömlu síldarverksmiðjunni haldið í Djúpavík á Ströndum
Edinborgarhúsið ehf – fyrir verkefnið Menningarviðburðir 2025 – 1.000.000
Stútfull menningardagskrá haldin í Edinborgarhúsinu árið 2025
The Pigeon International Film Festival – 1.000.000
PIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð á norðanverðum Vestfjörðum.
Arnkatla, lista- og menningarfélag – fyrir verkefnið Galdrafár á Ströndum – 1.200.000
Galdrafár á Ströndum er metnaðarfull menningar- og listahátíð þar sem meginþemað eru galdrar og fornnorræn menning.
Act Alone 2025 – 1.500.000
Elsta leiklistarhátíð landsins Act alone sem verður haldin 21 sinn dagana 7. – 9. ágúst.
Tónlistarhátíðin við Djúpið – 2.000.000 3 ár
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er kammertónlistarhátíð og sumarnámskeið. Hátíðin fer fram dagana 17.–21. júní 2025
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimilda – 2.000.000 3 ár
Heimildarmyndarhátíð haldin á Patreksfirði í átjánda sinn 6.- 9.júní 2025.
Tungumálatöfrar – 2.000.000 3 ár
Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir fjöltyngd börn og unglinga þar sem kennt er í gegnum listsköpun, útiveru og leik.