Hollvinir Suðurtanga hafa fengið samþykki Ísafjarðarbæjar fyrir lagfæringu á fjörunni. Hollvinafélagið gerði samning við Ísafjarðarbæ í fyrra um lóðina við Suðurtanga, sem er 3.673 fermetrar að stærð og hyggst fegra og snyrta fjöruna.
Umrædd fjara er hverfisverndarsvæði og er eina náttúrulega fjaran sem eftir er á Eyrinni.
Ætlunin er að ýta til efsta lagi fjörunnar, sem er gróft efni sem erfitt er að ganga á. Sandi verður svo bætt við fjöruna till þess að fá fínna lag á fjöruborðið. Vnast er til þess að með þessum breytingum geti gestir og gangandi sótt fjöruna bæði til sjósunds og til þessað vaða í fjöruborðinu sér til ánægjau og heilsueflingar.
Þá er ætlunin að setja þar niður borð og bekki , fánastöng og lítinn kofa sem fólk geti nýtt til fataskipta.
Forsvarsmaður Hollvina Suðurtanga er Sigurður Ólafsson.