Suðureyri: Íslandssaga 25 ára – opið hús

Suðureyri. Mynd: Íslandssaga hf.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf á Suðureyri fagnar á föstudaginn , þann 6. desember, 25 ára afmæli.

Í tilefni af því verður opið hús hjá fyrirtækinu og eru allir boðnir velkomnir að koma og skoða starfsemina. Boðið verður uppá lagköku og snúða sem að Kvenfélagið Ársól færir félaginu á þessum tímamótum.

Opna húsið verður á milli 11-15 föstudaginn 6 desember nk.

Gestir verða leystit út með sýnishorni af framleiðslunni.

Miklar breytingar eru fram undan hjá fyrirtækinu og verður hægt að sjá og fræðast um það á þessum hátíðisdegi segir í tilkynningu frá Íslandssögu.

DEILA