Sunnvör Johannesen opnaði Súðavíkurbúðina s.l. miðvikudag þ. 11. desember. Í frétt um atburðinn á vefsíðu Súðavíkurhrepps segir að margir hafi lagt leið sína í búðina til Sunnvarar undanfarna daga og á sunnudaginn spilaði Thorsteinn Haukur jólatónlist fyrir gesti og gangandi og boðið var upp á heitt kaffi, kakó og smákökur.
Opnunartímar fram að jólum eru; mánudagar til föstudags 14:00-19:00 – laugardagar 10:00-19:00 og á sunnudögum er opið frá 14:00-19:00.
Súðavíkurbúðin er björt og vistleg.
Í búðinni er gott að setjast niður og fá sér kaffi og bók að lesa.
Þorsteinn Haukur spilaði og söng.
Myndir: Þorsteinn Haukur.