Súðavík: nýr björgunarbátur kemur um helgina

Björgunarsveitin Kofri í Súðavík hefur fest kaup á björgunarbátnum Þór í Vestmannaeyjum. Björgunarfélag Vestmannaeyja keypti nýrra skip fyrir tveimur árum.

Runólfur Georg Karlsson, formaður Kofra sagði í samtali við Bæjarins besta að sveitin hafi hingað til aðeins verið með gúmbjörgunarbát og þetta væri mikil framför fyrir sveitina og öryggi á svæðinu.

Björgunarbátuinn kemur til Súðavíkur um helgina en það er varðskipið Freyja sem flytur bátinn vestur. Kaupverð er 11 m.kr. og sagði Runólfur Georg að aflað yrði styrkja og m.a. leitað til fyrirtækja til þess að standa straum af kaupunum.

DEILA