Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 komin út

Ný Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið samþykkt af stjórn Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Sóknaráætlunin er byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem byggir á mati íbúa svæðisins á því hvernig svæðið eigi að þróast næstu fimm ár og felur í sér stöðumat, framtíðarsýn og markmið. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti.

Undir Sóknaráætlun er annars vegar Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og hins vegar Áhersluverkefni sem skilgreind eru til allt að þriggja ára í senn.

Við gerð Sóknaráætlunar Vestfjarða voru haldnir fjórir opnir íbúafundir, haldið ungmennaþing og sendir út spurningalistar og má áætla að um 450 manns hafi lagt sitt af mörkum við mótun áætlunarinnar. 

DEILA