Slátrað úr kvíum við Haukadalsbót í Dýrafirði

Und­an­farna daga hefur verið slátrað úr kví­um Arctic Fish við Hauka­dals­bót í Dýraf­irði.

Í færslu á Face­booksíðu fyr­ir­tæk­is­ins  segir að vel hafi gengið og að fisk­ur­inn sé fal­leg­ur og af góðum gæðum.

Afl­an­um er komið til vinnslu í Bol­ung­ar­vík með brunn­skip­inu Nova Trans.

Að lok­inni lönd­un um há­degi sigl­ir Nova Trans til Dýra­fjarðar og byrj­ar að sækja nýj­an skammt fyr­ir næsta dag, um 80 til 110 tonn af laxi hvert skipti.

„Þegar þeir koma þangað er starfs­fólk okk­ar í Dýraf­irði búið að gera klárt fyr­ir af­hend­ingu. Það er gert þannig að nót­inni er lyft og kast­nót er sett út sem þreng­ir að fisk­in­um upp að brunn­bát­in­um sem sýg­ur hann um borð lif­andi. Þaðan er svo siglt í Bol­ung­ar­vík þar sem að slátrun hefst í morg­uns­árið,“ seg­ir í færsl­unni.

Það tek­ur alla jafna um sex til tíu vinnslu­daga að klára úr hverri kví en um tíu kví­ar eru á hverju eld­is­svæði.

DEILA