Arnfirðingafélagið í Reykjavík stóð fyrir skötuveislu á laugardaginn svo sem oft áður. Veislan var haldin í Haukahúsinu í Hafnarfirði og var aðsóknin mjög góð. Liðlega 100 manns mættu og gæddu sér á skötu, saltfisk og hval ásamt öllu tilheyrandi.
Feðgarnir Pétur Bjarnason og Bjarni Pétursson.
Hlaðborðið.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.