Skór úr steinbítsroði

Skór úr steinbítsroði, bundnir aftur fyrir með brúnum leðurþveng.

Una Ólafsdóttir Thoroddsen (1914-2013) minntist þess þegar hún og systkin hennar voru send á milli bæja þá talaði fólk um hve marga skó það þyrfti fyrir ferðina.

Vegalengdin var mæld í skópörum og gjarnan talað um  svo og svo margar roðskóaheiðar eftir því hve mörgum skóm var slitið á leiðinni t.d. ef fólk þurfti að fara yfir eina, tvær eða jafnvel þrjár heiðar.

Þegar skórnir voru útslitnir var leðurþvengurinn dreginn úr slitnu skónum og settur í þá nýju. Gömlu skórnir voru síðan brotnir saman og settir undir stein.

Oftast voru roðskinnsskór hafðir utanyfir sauðskinnsskóm þeim til hlífðar.

Af vefsíðunni sarpur.is

DEILA