Rann­sókna­skipið Bjarna Sæ­munds­son HF-30 til sölu

Bjarni Sæmundsson RE við bryggju á Ísafirði.

Rann­sókna­skipið Bjarna Sæ­munds­son HF-30 hefur verið auglýst til sölu.

Skipið var smíðað 1970 í Þýskalandi fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un og af­hent stofn­un­inni í des­em­ber sama ár.

Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, en dýpt að efra þilfari er sjö metr­ar. Í skip­inu eru þrjár vél­ar með 410 kw. hver og er gang­hraði 12 sjó­míl­ur ef keyrt er á öll­um vél­um.

Á skip­inu hef­ur verið 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyr­ir 13 vís­inda- og rann­sókn­ar­menn.

Nýtt skip Þór­unn Þórðardótt­ir er í smíðum og er bú­ist við að það verði af­hent á næstu vik­um.

DEILA