OV: byrja að nýta heita vatnið í Tungudal á næsta ári

Frá borstæðinu í Tungudal. Mynd: Eggert Stefánsson.

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri segir að stefnt sé að því að tengja heita vatnið í Tungudal við kerfi Orkubúsins á næsta ári og hann telur að það geti dugað fyrir byggðinni í firðinum. Þar sé um þriðjungur af allri byggðinni í Skutulsfirði. Rennslið sé nú 57-58 gráðu heitt vatn og fyrirhugað sé að hita það frekar með rafskautskatli. Áformað sé að næsta vor verði borað meira og vonir séu um að meira vatn finnist.

Elías Jónatansson segir að mögulega geti það vatn, sem þegar hefur fundist, dugað fyrir allan Ísafjörð ef notuð er varmadæla. Þetta skýrist vonandi betur á nýju ári þegar niðurstöður frekari borana liggur fyrir. Þá muni taka 1 – 2 ár að klára að tengja byggðina á Eyrinni við nýju veituna.

Elías Jónatansson, Orkubústjóri.

DEILA