Ný lög um skák

Ný lög um skák taka gildi 1. febrúar 2025. Þá verða störf og föst laun stórmeistara lögð niður.

Í reglugerð um afrekssjóð í skák er tilgreint með hvaða hætti styrkveitingar munu fara fram.

Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna og taka mið af væntum árangri umsækjenda það árið. Fjárveiting til afrekssjóðs í skák er samkvæmt fjárlögum 38,2 m.kr.

  • Við úthlutun styrkja árið 2025 er lögð áhersla á að stórmeistari, sem gegndi starfi og fékk laun á grundvelli laga um launasjóð stórmeistara í skák njóti forgangs til styrkja úr afrekssjóði a.m.k. fyrstu þrjá mánuðina.
  • Miðað er við að heildarstyrkupphæð deilist 85% til afreksskákfólks og 15% til efnilegs skákfólks. Miðað er við að afreksskákfólk fái um 520 þúsund á mánuði og efnilegt skákfólk fái um 260 þúsund.
  • Alþjóðleg kappskákmót hafa hærra vægi við mat á umsóknum.
  • Kostnaður við ferðalög er innifalinn í styrk.
  • Hljóti afreksskákfólk styrk í 9 mánuði eða meira fylgir því kennslu- eða fræðsluskylda við Skákskóla Íslands í samráði við Skákskóla Íslands og stjórn afrekssjóðs í skák.

Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári og skulu veittir í þrjá til tólf mánuði í senn.

Í undantekningartilfellum er heimilt að veita styrki í styttri eða lengri tíma en þó aldrei lengur en þrjú ár.

DEILA