Dagur reykskynjarans var 1. desember.
Þetta litla en magnaða öryggistæki er það mikilvægasta af öllum tækjum heimilisins.
Reykskynjarinn vakir yfir þér og þínu fólki. Eldurinn læðist um og lætur ekki vita af sér, en það er skerandi hljóð reykskynjarans sem vekur þig ef eldur kemur upp á heimili þínu.
- Reykskynjarar eiga að vera í öllum rýmum heimilisins
- Mikilvægt er að staðsetja þá sem næst miðju lofts
- Prófið virkni reykskynjarans að lágmarki einu sinni á ári
- Mikilvægt er að allir þekki flóttaleiðir á sínu heimili og að þær séu greiðfærar
- Hafið slökkvitæki tiltækt á flóttaleiðinni
Á aðventunni er notalegt að eiga góða stund með fjölskyldu og vinum, þá kveikjum við oft á kertum og skreytum heimili okkar. Förum gætilega með eld og rafmagn, höfum óbrennanlegt undirlag undir kertum, staðsetjum þau ekki nálægt gardínum og munum að vökva jólatrén, séu þau lifandi grenitré, því þau eru eldfimari ef þau þorna upp.
Raftæki og aðrir hitagjafar, svo sem kertaljós, arineldur og jólaseríur, eru ómissandi partur af lífi okkar flestra en geta þó snögglega snúist upp í andhverfu sína ef umgengnin er ekki örugg. Hlöðum rafmagnshjól og rafmagnstæki af ábyrgð, ekki hlaða á meðan allir eru sofandi eða þegar enginn heima.
Vertu ELDKLÁR og gakktu úr skugga um að öll raftæki og aðrir hitagjafar séu öruggir á þínu heimili.