Í gær brautskráðust 20 nemendur af 8 námsbrautum frá skólanum. Af útskriftarnemum eru 9 dagskólanemendur, 6 dreifnámsnemendur og 5 nemendur í fjarnámi sem eru með Menntaskólann á Ísafirði sem heimaskóla. Auk þess brautskráðist einn nemandi frá Menntaskólanum í Kópavogi.
Af braustkráðum nemendum útskrifaðist einn nemandi af lista- og nýsköpunarbraut, 4 af sjúkraliðabraut, 2 af sjúkraliðabrú, 1 nemandi úr vélstjórnarnámi A og 14 nemendur með stúdentspróf.
Af stúdentum útskrifuðust 3 af félagsvísindabraut, 7 nemendur af opinni stúdentsbraut, 3 nemendur af opinni stúdentsbraut – íþróttasviði og 1 með stúdentspróf af fagbraut.
Skólameistari er Heiðrún Tryggvadóttir.