Máni GK 109 áður Þjóðólfur ÍS 86 frá Bolungarvík

1920. Máni GK 109 ex Þorbjörn GK 109. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Máni GK 109 kemur hér að landi í Sandgerði vorið 2008 en hann var með heimahöfn í Grindavík.

Máni hét upphaflega Þjóðólfur ÍS 86 frá Bolungarvík en þaðan var hann seldur til Keflavíkur árið 2004.

Í Keflavík fékk báturinn nafnið Gefjun KE 19 en árið 2006 er báturinn kominn til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Þorbjörn GK 109 og stuttu síðar Máni GK 109.

Keyptur norður í land árið 2009 af Þórði Birgissyni sem skráði hann fyrst í Hrísey sem Mána EA 36. Árið 2011 er hann skráður Máni ÞH 98 með heimahöfn á Húsavík.

Frá því í ársbyrjun 2023 hefur báturinn heitið Máni DA 68 með heimahöfn í Skarðsstöð.

Af skipamyndir.com

DEILA