Kosningaþátttaka erlendra íbúa á Vestfjörðum

Rachelle Elliott er frá Ástralíu og býr á Flateyri.

Nú þegar alþingiskosningum er lokið er kominn tími til að huga að því að kjósa í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þessar kosningar fela ekki aðeins í sér kosningar til bæjarstjórnar heldur í allar nefndir sveitarfélagsins.

Núna eru erlendir íbúar 24,8% íbúa á Vestfjörðum (statistics.is), eftir því sem ég kemst næst. Hins vegar virðast engir erlendir íbúar sitja í nefndum og því höfum við enga rödd innan okkar eigin samfélags.

Kosningaþátttaka á Íslandi er ekki skylda en ef þú uppfyllir kjörskilyrði hefur þú kosningarétt.

Í daglegu lífi mínu heyri ég margar athugasemdir um hvernig megi bæta líf okkar á Vestfjörðum en ef þú deilir ekki hugsunum þínum með neinum breytist ekkert. Auðvitað er engin trygging fyrir því að hugmyndirnar sem þú hefur, eða breytingarnar sem þú vilt, verði að veruleika, en ef þú leyfir ekki rödd þinni að heyrast er það tryggt að þú munt ekki stuðla að neinum breytingum í samfélaginu okkar.

Ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir kosningarétt skaltu lesa viðmiðin á https://www.skra.is/english/people/electoral-register-and-voting-rights/foreign-nationals/

Það er enginn skortur á hæfileikum, kunnáttu, reynslu og þekkingu innan erlendu íbúasamfélagsins á Vestfjörðum og ég tel að við verðum öll að leggja okkar af mörkum til einstakra hæfileika til að halda áfram uppbyggingu þessa ótrúlega hluta Íslands.

Dr Rachelle Elliott

DEILA