Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa nú í nokkurn tíma undirbúið gerð loftslagsstefnu sem mun setja markmið og aðgerðaáætlun um orkuskipti og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
En í lögum um lofslagsmál er einnig gerð krafa um að gerð sé áætlun um kolefnisjöfnun, þ.e að sú losun sem ekki tekst að eyða verði kolefnisjöfnuð. Það þýðir að að losun á einu tonni af kolefni skuli jafna með svokölluðum kolefniseiningum á valkvæðum kolefnismarkaði.
Kolefniseiningar sanna að 1 tonn af kolefnisígildum hafi verið sparað, komið í veg fyrir losun eða bundið. Því má færa kolefniseinigar á móti losun í kolefnisbókhaldi.
Þá er spurningin hvernig eiga sveitarfélögin á Vestfjörðum að standa að kolenfisjöfnun? Ættu þau að kaupa þær frá Kína, sem væri ódýrast, eða kaupa þær af innalandsmarkaði úr skógrækt, en þær eru í bið á má því ekki færa strax. Þarf að kaupa óvottaðar? Mætti framleiða kolefniseingar með virkjunum á endurnýjanlegri orku? hvaða tækifæri felast í framleiðslu á kolefniseingum o.s.frv.
Spurningarnar eru margar og fjölbreyttar og er svör við þeim að finna í skýrslu sem gefin hefur verið út.