Kaldrananeshreppur: 5% gjaldskrárhækkun

Drangsnes. Mynd: Sturla Páll Sturluson.

Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun fyrir 2025 og þriggja ára áætlun fyrir 2026-2028 og verður síðari umræða til afgreiðslu á næsta fundi.

Gjaldskrár hafa hins vegar verið samþykktar og þær almennt hækka um 5%. Fyrir hitaveitu Drangsnes mun vatnsgjald um vatnsmæli fyrir rúmmetra vatns hækki um 5%, notendagjöld hækki um 5% og eingreiðslugjöld hækki um 5%.

Sama á við um gjaldskrá vatnsveitu, fráveitur, hafnar, sorphirðu og sorpeyðingar.

Þær framkvæmdir sem til umræðu eru fyrir næsta ár eru:

Þær framkvæmdir sem ræddar voru:

  • Hitaveita norðan við Drangsness
  • Uppbygging á Vitavegi
  • Björgunarmiðstöð
  • Iðnaðar- og þróunarsvæði
  • Gangstéttir á Drangsnes
  • Viðhald Sundlaugarinnar á Drangsnesi
  • Viðhald fasteigna í eigu Kaldrananeshrepps
  • Viðhald skólalóðar Grunnskóla Drangsness og uppbygging nýs leikvallar
  • Viðhald hafnarmannvirkja
  • Slökkvilið Kaldrananeshrepps
  • Ferðamannaaðstaða
  • Uppbygging skólamannvirkja
DEILA