Í lok nóvember var haldinn fundur Ísafjarðarhafnar með skútueigendum.
Þar kynnti Hilmar Lyngmó hafnarstjóri tillögur um mögulegar útfærslur á flotbryggjum í bátahöfn.
Eftir umræður á fundinum er lagt til að sett verði ca. 30 metra flotbryggja með fingrum í bil milli skútubryggju og Bátabryggju. Þar er skjól fyrir sunnanáttum sem hafa verið áberandi í haust segir í minnisblaði hafnartjóra.
Málið var svo tekið fyrir í hafnarstjórn á þriðjudaginn og fól hafnarstjórn hafnarstjóra að vinna málið áfram.