Alls var landað 749 tonnum af afla í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Páll Pálsson ÍS var með 571 tonn í sjö veiðiferðum og Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 178 tonnum af afurðum í einni löndun.
Norska flutningaskipið Silver Crystal landaði 977 tonnum af rækju til vinnslu í Kampa.
Suðureyri: 311 tonn
Á Suðureyri komu að landi 311 tonn í mánuðinum. Um fimm tonn voru handfæraafli en annars var um línuafla að ræða.
Einar Guðnason ÍS var þeirra aflahæstur með 176 tonn. Þá var Hrefna ÍS með 90 tonna afla, Eyrarröst ÍS 36 tonn og Gjafar ÍS um 4 tonn.