Ísafjarðarbær: Sigríður Júlía verður næsti bæjarstjóri

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta verður Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og tekur við af Örnu Láru Jónsdóttur sem hefur verið kjörin til setu á Alþingi. Verður þetta formlega tilkynnt síðar í dag.

Viðbót kl 11:54:

Ráðning Sigríðar Júlíu verður tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi næstkomandi fimmtudag og mun hún hefja störf 7. janúar 2025.

„Vestfjörðum og Ísafjarðabæ hefur gengið vel síðustu árin. Við höfum náð tökum á fjármálum bæjarins og sjáum fram á áframhaldandi uppbyggingu. Það kom okkur ekki á óvart að kjósendur vildu Örnu á þing og úr því að svo fór er gott að hafa Siggu sem getur stokkið til með skömmum fyrirvara og klárað kjörtímabil Í-listans. Hún er vel inni í öllum málum og frábær samstarfsfélagi,“ segir Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans.

DEILA