Ísafjarðarbær: Magnús Einar verður forseti bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. mynd: isafjordur.is

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar a morgun, fimmtudag. Þar verður lagt fram til kynningar bréf Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 3. desember 2024, þar sem hún óskar er eftir lausn frá störfum, þar sem hún náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar.

Lagt verður til að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar verði ráðin sem bæjarstjóri. Í stað hennar verði Magnús Einar Magnússon forseti bæjarstjórnar og  að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosin 1. varaforseti í stað Magnúsar Einars Magnússonar.

Þá verða breytingar í nefndaskipan sem af þessum breytingum leiðir. Lagt er til að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosin aðalfulltrúi og formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur. Einnig að Hafnhildur Hrönn Óðinsdóttir verði kosin varamaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.

Ekki verður breyting á stöðu Örnu Láru Jónsdóttur sem bæjarfulltrúi.

DEILA