Fram kemur í bókun Kristjáns Þórs Kristjánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins að laun bæjarstjóra ísafjarðarbæjar hafa hækkað um 278.504 kr á mánuði síðustu tvö árin vegna ákvæða í samningi við Örnu Láru Jónsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra um tengingu launanna við launavísitölu. „Það þýðir að árslaun bæjarstjóra sem voru árið 2022 22.047.948 kr eru í dag 25.389.996 kr. Sem þýðir einnig að laun bæjarstjóra hafa hækkað á tveimur árum um 3.342.048 kr.“ segir í bókuninni. „Við í Framsókn ítrekum bókun okkar frá því árið 2023 að samningar bæjarstjóra og bætum núna við annarra starfsmanna sveitarfélagsins sem eru með vísitölutengda samninga verði teknir upp og breytt þannig að þeir hækki skv. kjarasamningum líkt og allir aðrir starfsmenn sveitarfélagsins.“ Telur Kristján hækkun launa bæjarstjóra óhóflegar síðustu tvö ár.
Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum samningur við Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur um starf bæjarstjóra. Laun hennar eru 1.260.115 kr á mánuði í föst laun auk fastrar yfirvinnu 60 klukkustundum á mánuði eða 785.178 kr. Samtals eru launin 2.045.293 kr. á mánuði. Til viðbótar eru greiddar eru mánaðarlega 500 km. í bifreiðastyrk samkvæmt ákvörðun um akstursgjald
ríkisstarfsmanna nú 141 kr./km. Það gera 70.500 kr. á mánuði. Samningurinn gildir út kjörtímabilið og á bæjarstjóri rétt á þriggja mánaða biðlaunum. Launaliðirnir taka breytingum 1. januar 2025 til samræmis
við þær breytingar er verða á launavísitölu miðað við grunn í október 2024.