Ísafjarðarbær: 50 m.kr. í 4 félagsheimili

Félagsheimilið í Hnífsdal.

Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir næsta ár, sem var afgreidd á fundi bæjarstjónar í gær, er gert ráð fyrir um 50 m.kr. útgjöldum til reksturs fjögurra félagsheimila í sveitarfélaginu.

Til Félagsheimilisins í Hnífsdal er varið 18,3 m.kr. Orkukaup og sameiginlegur kostnaður er um 2 m.kr. en rúmar 16 m.kr. eru færðar sem leiga til eignasjóðs. Ekkert er gert ráð fyrir í viðhald húsnæðisins.

Á Félagsheimilið á Flateyri eru færðar 5,1 m.kr. Orkukaup, þátttaka í sameiginlegum kostnaði og skattar og gjöld eru um ein milljón króna. Millifærð leiga til eignasjóðs er 4,2 m.kr. Færðar eru 50 þúsund krónur í húsaleigutekjur.

Rekstur félagsheimilisins á Þingeyri kostar 13,8 m.kr.Þar af fara 11,3 m.kr. til eignasjóðs sem leiga. Gert er ráð fyrir aðkeypti þjónustu 780 þúsund krónur og orkukaup er um 1,5 m.kr.

Félagsheimilið á Suðureyri kostar 13,4 m.kr. Eignasjóður fær 11,7 m.kr. og orkukaup er um 1,6 m.kr.

DEILA