Ísafjarðarbær: 3.430 m.kr. í laun fyrstu 11 mán ársins

Launakostnaður Ísafjarðarbæjar fyrstu ellefu mánuði árs var 3.430 m.kr. samkvæmt minnisblaði um launakostnaðsem lagt var fram í bæjarráði. Er þetta langhæsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélagsins.

Nærri helmingur launakostnaðarins er á fræðslusviði en þar varð launakostnaðurinn 1.558 m.kr. Innan sviðains eru hæstu launaútgjöldin til reksturs grunnskólanna fjögurra en þau urðu 886 m.kr. á tímabilinu janúar – nóvember. Launakostnaður a fimm leikskólum sveitarfélagsins urðu 465 m.kr. og til Tónlistarskólans fóru 130 m.kr.

Næst hæstu launaútgjöldin voru til velferðarmála 653 m.kr. Þar voru skammtímavistun, búseta í Pollgötu,Sindragötu, Fjarðastræti og Hvesta með um 405 m.k.r. Til málefna aldraðra eru færðar aðeins 47 m.kr. til félagsstarfs, matarþjónustu og dagdeildar.

Í þriðja sæti eru launaútgjöld til æskulýðs- og íþróttamála 260 m.kr.

Launakostnaður við bæjarstjórn og bæjarráð var 34 m.kr. fyrstu 11 mánuði ársins eða um 3m.kr. á mánuði að jafnaði. Launakostnaður bæjarskrifstofunnar varð 242 m kr. á sama tíma.

DEILA