Innviðagjald á skemmtiferðaskip: afturvirk gjaldtaka – leiðir til afbókana

Skemmtiferðaskip við Sundabakka. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Cruise Iceland, samtök aðila sem þjónusta skemmtiferðaksip, einkum hafnir og ferðaþjonustufyrirtæki , segir í nýlegu fréttbréfi samtakanna hafi með skyndilegri álagningu afturvirks innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa með lagasetningu á Alþingi í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2025 verið stigið afdrifaríkt skref sem þegar hafi leitt til töluverðra afbókana fyrir sumarið 2025.

Gjaldið er 2.500 kr fyrir hvern farþega á hvern sólarhring.

„Íþyngjandi breytingar með svo skömmum fyrirvara hafa mjög fælandi áhrif á erlenda aðila, þar sem þeir geta ekki velt auknum kostnaði yfir á farþega sem hafa þegar greitt fyrir ferðir sínar og ekki síður vegna þess að svona slæm stjórnsýsla vekur umtal víða um heim sem er skaðlegt Íslandi.“

Ekki hafi verið haft samráð við helstu hagaðila og ekki hafi verið lagt mat á efnahagslegar afleiðingar innviðagjaldsins fyrir ferðaþjónustuna.

Skattur eða gjald ?

Í fréttabréfinu segir eftirfarandi:

„Um hreinræktaðan landsbyggðarskatt er að ræða þótt skatturinn sé kallaður gjald. Frá sjónarhóli Cruise Iceland er ljóst að ef gjaldið á að renna í sameiginlega hít ríkissjóðs þá sé í raun um skatt að ræða og hann má því ekki vera afturvirkur. Ef hins vegar raunverulega er um að gjaldtöku að ræða eigi hún að renna til styrkingar þjónustu við skipin í þeim höfnum sem þau heimsækja, sveitarfélögum og íbúum þeirra sem ferðamenn vilja heimsækja til góða.“

DEILA