Innflytjendur 18,2% íbúa landsins

Þann 1. janúar síðastliðinn bjuggu 49.433 fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu eða 64,2% allra innflytjenda á landinu. Hlutfall innflytjenda af mannfjölda var mest á Suðurnesjum en þar voru 31,5% innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð.

Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.

Innflytjandi er einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Innflytjendur af annarri kynslóð eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Fólk er talið hafa erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent.

Einstaklingur sem fæddist erlendis en á foreldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bakgrunn.

Eins og síðustu ár reyndust Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Innflytjendur frá Póllandi voru þannig 22.394 eða 32,1% allra innflytjenda þann 1. janúar síðastliðinn. Þar á eftir komu einstaklingar frá Úkraínu (5,3%) og Litháen (5,1%). 

DEILA