Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni ’tilkoma’.

Að baki liggur latneska sögnin advenio ‘ég kem til’ sem leidd er af latnesku sögninni venio ‘ég kem’ með forskeytinu ad- sem almennt vísar til endurkomu Krists.

Fyrsti sunnudagur í aðventu er jafnframt fyrsti dagur nýs kirkjuáars.

Í mörgum löndum er haldið upp á aðventuna með aðventukrönsum sem bera fjögur kerti, eitt fyrir hvern sunnudag aðventunnar.

DEILA