HG: kjöllagning að nýju skipi í Vigo í gær

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. samdi fyrr á þessu ári um smíði á nýjum Júlíusi Geirmundssyni hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Ria de Vigo á Spáni.  Á árum áður taldist smíði skips formlega hafið þegar kjölur þess hafði verið lagður.  Nú er smíði skipa með öðrum hætti og eru einingar smíðaðar og þeim síðan raðað saman.  Þannig er ekki um eiginlega kjöllagningu að ræða en sambærileg athöfn er þegar einingum er snúið við og þeim  raðað saman.  Slík athöfn var í Vigo í gær 19. desember þegar fyrstu einingum var snúið við og smíði skipsins formlega hafin.   Skipið verður 67,10 metra langt og 16 metra breitt og áætlaður afhendingartími er áætlaður síðla árs 2026.

DEILA