Hægt er að sækja um styrki vegna Púkans 2025

Púkinn, barna­menn­ing­ar­hátíð á Vest­fjörðum, verður haldin dagana 31. mars – 11. apríl 2025.

Þema hátíð­ar­innar var valið af Ungmenna­ráði Vest­fjarða og er það Vest­firskar þjóð­sögur.

Nú er hægt er að sækja um styrki til að vera með viðburði tengda hátíð­inni.

Markmið með sjóðnum er að tryggja vestfirskum börnum vandaða menningarviðburði til að njóta eða taka þátt í.

Viðburðir þurfa ekki að fara fram á meðan á hátíðinni stendur en mælst er til að hægt verði að njóta afraksturs þeirra innan dagsetninga hennar.

Til úthlutunar eru 2.500.000 kr. Umsóknarform og nánari upplýsingar fá finna á heimasíðu Vestfjarðastofu.

Vestfjarðastofa fékk í maí s.l. 6 milljónir úr Barnamenningarsjóði Íslands til að halda Púkann 2025, en hátíðin fer fram vítt og breitt um Vestfjarðakjálkann. 

DEILA