Heilbrigðisráðuneytið hefur sent í samráðsgátt stjórnvalda skýrslu starfshóps sem falið var að greina stöðu ADHD mála hér á landi. Í starfshópnum voru sjö manns, þar á meðal sálfræðingur sem er varaformaður ADHD samtakanna.
Í lokaorðum starfshópsins segir að það sé mat hans að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar og etirfylgd sé ábótavant. Mest er notað af örvandi lyfjum og skammtar fara oft yfir ráðlagða dagskammta hjá fullorðnum og fullorðnir nota 80% lyfjanna. Önnur úrræði en lyf skortir og/eða séu vannýtt. Biðlistar eru langir og varla skynsamlegt að auka magn greininga. Forgangsraða þurfi á biðlista.
Kostnaður nærri þefaldast á fjórum árum
Kostnaður vegna ADHD lyfja hefur vaxið frá 2018 úr 1.16 m.kr. í 2.889 m.kr. árið 2023. Hlutur Sjúkratrygginga var seinna árið 2.195m.kr. og var það 11,7% af öllum lyfjakostnaði.
80% eru 18 ára eða eldri
Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni fengu 22.812 einstaklingar ADHD lyf á síðasta ári. Aldurskiptingin var þannig að 80% eru 18 ára eða eldri.
Þá segir í skýrslunni að „miðað við algengi í erlendum rannsóknum og núverandi stöðu þekkingar er greining og meðhöndlun með lyfjum komin langt fram úr algengi heilkennisins miðað við viðurkennda skilgreiningu.“