Í síðustu viku voru opnuð útboð í rekstur Breiðafjarðaferjunnar Baldurs 2025-2028 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðum (F1) og (F2) sem hér segir:
• Ferjuleið (F1): Stykkishólmur – Brjánslækur – Stykkishólmur
• Ferjuleið (F2): Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur – Flatey – Stykkishólmur
þ.e. að annast fólks-, bifreiða- og vöruflutninga á milli Stykkishólms og Brjánslækjar (F1) og milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey (F2).
Áskilið var að bjóðandi skyldi nota ferjuna m/s Baldur sem er í eigu Vegagerðarinnar. Samningstími er 3 ár, frá 9. maí 2025 og til og með 30. apríl 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum um eitt ár í senn.
Þrjú tilboð bárust. Lægstbjóðandi voru Ferjuleiðir ehf í Reykjavík. Sjótækni ehf á Tálknafirði var með næstlægsta tilboðið sem var 45 m.kr. hærra en lægsta tilboð. Núverandi rekstraraðili Sæferðir í Stykkishólmi voru með hæsta tilboðið sem var 300 m.kr. hærra en lægsta tilboð.
Sæferðir ehf., Stykkishólmur | 2.050.132.500 | 107,5 | 299.517.235 |
Áætlaður verktakakostnaður | 1.906.832.181 | 100,0 | 156.216.916 |
Sjótækni ehf., Tálknafirði | 1.795.748.700 | 94,2 | 45.133.435 |
Ferjuleiðir ehf., Reykjavík | 1.750.615.265 | 91,8 | 0 |