Eyjólfur Ármannsson: gríðarlega þakklátur fyrir traustið

Eyjólfur Ármannsson, alþm segist vera gríðarlega þakklátur fyrir það traust sem Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum.

„Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið og fékk tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu.

Úrslitin eru söguleg, en ekki mitt að segja til um þau eða greina úrslitin hvað aðra flokka varðar, þó það sé augljóst að öllu leyti þó það hafi ekki komið fram í umræðum eftir kosningarnar.“

Spurður um þau má sem verða helstu baráttumál hans svarðai Eyjólfur því til að mikilvægt væri að forgangsmál flokksins á landsvísu og í kjördæminu nái fram að ganga. Um það snúast stjórnarmyndunarviðræður sem formaður flokksins tekur þátt í.

DEILA