Matvælastofnun óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og skapandi sérfræðinga í fiskeldisdeild til að taka þátt í að móta og þróa framtíð lagareldis.
Um er að ræða 100% starf á starfstöð stofnunarinnar á Patreksfirði, Ísafirði eða í Neskaupstað.
Markmið fiskeldisdeildar er að stuðla að ábyrgu lagareldi og standa vörð um heilbrigði og velferð lagardýra. Traust, gagnsæi og fagleg umgjörð er lykilatriði til að greinin fái að vaxa og dafna í sátt við umhverfið og samfélagið.
Lagareldi er fjölbreytt atvinnugrein með mörgum undirgreinum, s.s sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi, skelrækt og þörungarækt. Lagareldi á sér langa sögu á Íslandi en hefur vaxið hratt síðasta áratuginn. Miðað við núverandi áform getur lagareldi orðið ný stoð í íslenska hagkerfinu og mikilvægt að greinin þróist og vaxi með sjálfbærum hætti.
Til að ná háleitum markmiðum þarf frábæra liðsheild, þess vegna viljum við fá í okkar hóp tvo metnaðarfulla og skapandi einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í að þróa framtíð lagareldis segir i auglýsingu Matvælastofnunar.