Engin laxalús í Dýrafirði

Kvíar í Dýrafirði. Mynd: Arctic Fish.

Á mælaborði fiskeldis, sem Matvælastofnun tekur saman og birtir á vef sínum kemur fram að engin laxalús hafi mælst í laxeldinu í Dýrafirði á þessu ári. Það er Arctic Fish sem hefur leyfi fyrir laxeldi í firðinum. Tölur Mast ná yfir fyrstu 9 mánuði ársins.

Á síðasta ári lauk í byrjun ársins eldislotu og var svæðið hvílt á nokkra mánuði. Að lokinni úttekt var heimilað að setja aftur út eldislax í kvíarnar og var um 2.000 tonna lífmassi í Dýrafirði í lok ársins. Á þessu ári hefur lífmassinn vaxið jafnt og þétt og var um 7.500 tonn í lok september í haust. Heimilað er að vera með 10 þúsund tonna lífmassa í Dýrafirði.

Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd af vef Matvælastofnunar var lús hverfandi í Dýrafirði bæði í fyrra 2023 og í ár 2024 mældist engin lús. Tölurnar sýna fjölda kvenlúsa á hverjum eldislax að meðaltali. Á þessu ár er aðeins mæld lús í einum mánuði og það er 0,1 lús pr. lax. Það þýðir að af hverjum 10 löxum í kvíunum var aðeins lús á einum fiski en 9 voru lúsalausir. Lúsatölur hafa ekki verið birtar fyrir október og síðar.

Slátrun hófst aftur í nóvember.

Eins má sjá að í fyrra var einnig hverfandi magn af lús en taka verður mið af því að framan af því ári var enginn lax í kvíunum vegna hvíldar á svæðinu.

DEILA