Byggðastonun hefur birt svokallaða stöðugreiningu landshluta fyrir 2024. Er það að finna tölur um íbúaþróun, menntun, efnahagsþróun, samgöngur og fleira greint eftir landssvæðum.
Þar eru meðal annars að finna upplýsingar um tekjur sveitarfélaga. Síðustu fjögur árin hafa skatttekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum pr íbúa verið þær hæstu á landinu frá 2020 til og með 2023.
Á síðasta ári voru þær 1.757 þúsund krónur. Lægstar voru þær á Suðurnesjum 1.259 þúsund krónur á hvern íbúa. Munar nærri hálfri milljón króna á hvern íbúa og er munurinn um 40% sem tekjurnar eru hærri á Vestfjörðum. Athyglisvert er hversu mikið tekjurnar hafa aukist á síðustu fimm árum. Hækkunin frá 2019 til 2023 er 38,7% sem verður að teljast verulegt. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 26,5%.
Til skatttekna eru taldar tekjur af útsvari, fasteignasköttum og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga