Bolungavíkurhöfn: 1.538 tonn afli í nóvember

Það voru fáir bátar í höfn einn góðviðrisdaginn um miðjan nóvember. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust að landi í Bolungavíkurhöfn 1.538 tonn af botnfiski í síðasta mánuði.

Tvö skip voru á botnvörpuveiðum. Togarinn Sirrý ÍS var með 517 tonn í 7 veiðiferðum. Frosti ÞH landaði tvisvar samtals 137 tonnum.

Fjórir dragnótabátur lögðu upp í mánuðinum. Ásdís ÍS var með 92 tonn, Þorlákur ÍS 99 tonn og Snæfellingarnir Bárður SH og Magnús SH lönduðu einnig afla, Bárður SH 98 tonnum og Magnús SH 16 tonnum.

Fjórir línubátar reru í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS var með 203 tonn og Jónína Brynja 205 tonn. Indriði Kristins BA var með 92 tonn. Fjóri báturinn var Særif SH með 58 tonn.

Þá var Sjöfn SH á ígulkerjaveiðum og kom með 19 tonn í 10 róðrum.

DEILA