Bolungavík: nýtt safn opnað

Elvar Sigurgeirsson.

Á sunnudaginn var óformleg opnun á nýju safni í Bolungavík. Það er verktakafyrirtækið Þotan í eigu Elvars Sigurgeirssonar sem stendur að safninu. Elvar sagði í samtali við Bæjarins besta að hann hefði keypt Dellu safnið á Ísafirði, sem reyndar byrjaði á Flateyri og það væri búið að koma því fyrir í húsakynnum Þotunnar í Bolungavík. Því til viðbótar kæmi mikið safn hans af bílum og landbúnaðararvélum. Það væru liðlega 30 bílar og fjölmargar dráttarvélar.

Safnið yrði opið í sumar og vonast væri til þess að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda af skemmtiferðaskipum , til þess að skoða safnið. Safnið verður að sögn Elvars rekur undir nafni Dellusafnsins.

Þessi forláta Ford bíll er í eigu safnsins.

Þessi glæsibifreið prýðir safnið.

Forláta líkan af Titanic.

Þennan gamla Deutz þekkja margir Bolvíkingar en hann var í eigu langafa Elvars, Sigurgeirs Sigurðssonar.

Myndir: Páll Önundarson.

DEILA