Benedikt Warén frá Vestra í Stjörnuna

Í frétt á vefsíðunni fotbolti.net í gær var sagt frá því að Stjarnan í Garðabæ væri búin að ganga frá kaupum á Benedikt V. Warén en hann kemur frá Vestra.

Þar er einnig sagt frá því að Stjarnan hafði síðustu vikur reynt að krækja í Benedikt og var fjallað um það í síðasta mánuði að Vestri hefði hafnað tveimur tilboðum frá Stjörnunni.

Breiðablik hafði sömuleiðis áhuga á Benedikt og Valur var einnig sagt hafa áhuga.

Benedikt er 23 ára kantmaður sem var hjá Val fram í 3. flokk þegar hann skipti yfir í Breiðablik. Í meistaraflokki hefur hann leikið með Blikum, ÍA og Vestra.

Á liðnu tímabili skoraði hann fimm mörk og lagði upp átta í Bestu deildinni og var einn af lykilmönnum Vestra.

DEILA