Bandaríska mtvæla- og lyfjastofnunin, FDA, gaf út á Þorláksmessu nýja mælikvarða fyrir matvælaframleiðendur sem þeir þurfa að uppfylla til þess að mega merkja vöru sína sem heilnæma. Er þetta mesta breyting á reglum stofnunarinnar síðustu 30 árin. Eldri reglur hafa verið uppfærðar í ljósi framfara í næringafræði.
Bandaríkjamenn búa við töluverðan heilsufarsvanda sem tengist fæðuvali þeirra. Má þar nefna hjartasjúkdóma, krabbamein og sykursýki. Vill stofnunin beina neyslu Bandaíkjamanna meira að grænmeti og ávöxtum og frá mettaðri fitu, natríum og bættum sykri. Eru þessar breytingar liður í þeirri viðleitni. Vara sem framleiðendur mega merkja sem heilsusama samkvæmt nýju uppfærðu reglunum fellur að þessu markmiði.
Frá þessu er greint á vefnum Salmonbusiness.com.
Þar kemur fram að meðal matvæla sem stofnunin telur heilsusamlega og fá þannig sérstakan gæðastimpiler lax, ólífuolíur, hnetur, kúmen, ávextir og grænmeti.
Bandaríkin er stór markaður á heimsvísu fyrir lax. Um 80% af laxinum er Atlantshafslax, sem nær eingöngu er eldislax frá Noregi, Chile og Kanada. Veltan var talin í fyrra 17,3 milljarðar dollara.
Íslenski eldislaxinn er Atlantshafslax rétt eins og villti laxinn.
Gert er ráð fyrir að markaðurinn fyrir lax muni tvöfaldast á næstu árum frá 2023 til 2032 samkvæmt mati Global Market Insights (GMI) í Bandaríkjunum, fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að greina markaðinn í Bandaíkjunum í ýmsum vörum og þjónustu, m.a. markaðinn fyrir laxaafurðir.
