Arnarlax hefur gert nýjan styrktarsamning við Héraðsambandið Hrafna-Flóki (HHF) í Vesturbyggð. Samstarfið undirstrikar skuldbindingu fyrirtækisins við að styðja við samfélagið og fjárfesta í framtíð ungs fólks segir í tilkynningu frá Arnarlax.
„Við hjá Arnarlaxi trúum á að styðja við íþróttastarf í að ná sínum markmiðum” segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax. „Þetta samstarf hentar okkur einstaklega vel þar sem við deilum sömu gildum og Héraðssamband Hrafnaflóka – ástríðu fyrir vinnu og samfélagslegri ábyrgð. Við hlökkum til að fylgjast með þeirra árangri!“
HHF er ekki síður spennt fyrir samstarfinu. „Stuðningur Arnarlax skiptir miklu fyrir íþróttastarfið okkar” sagði Birna, Formaður HHF. „Þetta samstarf hjálpar okkur ekki aðeins að ná settum markmiðum, heldur hvetur það okkur einnig til að standa okkur betur með samfélagið að baki okkar.”