Arna Lára: Samfylkingin vann stórsigur

„Samfylkingin vann stórsigur í kosningunum og erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við fengum, Þjóðin er búin að gera upp sig hug sinn og niðurstaðan er sú að það er ákall er eftir breytingum.“ segir Arna Lára Jóndóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

„Fráfarandi ríkisstjórnarflokkar bíða afhroð á meðan Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta verulega við sig Það er mikil ábyrgð sem lögð er á hendur okkar í Samfylkingunni sem við erum stærsti flokkurinn á þingi.“

Aðspurð um helstu baráttumálin og mögulega stjórnarmyndun segir Arna Lára:

„Það eru stór mál sem liggja fyrir sem skipta þjóðina miklu máli sem ég mun leggja sérstaklega áherslu á, má þar nefna stóru innviðamálin eins og samgöngur, orka, atvinnuuppbygging. Svo er það auðvitað þannig að Samfylking mætti vel undirbúin fyrir þessar kosningar og vorum með úthugsað plan sem við þurfum að koma í framkvæmd, þar mun ég ekki láta mitt eftir liggja.

Hvað varðar stjórnarmyndun, þá er það málefnin sem ráða för. Það er augljóst að það er kallað eftir sterkri samhentri stjórn frá miðjunni.

Ég treysti Kristrúnu Frostadóttur fullkomlega til að leiða slíka stjórn saman.“

DEILA