Veður um áramótin 2024-2025 verður kalt og yfirleitt rólegt.
Snemma á gamlársdag verður norðaustanátt sunnanlands með snjókomu og skafrenningi, en léttir til og lægir þegar líður á daginn.
Á gamlárskvöld verður hægur vindur og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él norðaustanlands. Þar sem vindur verður hægur geta loftgæði orðið slæm, sérstaklega á þéttbýlum svæðum.
Á nýársdag verður bjart að mestu með stöku éljum norðaustantil. Frost verður 5 til 18 stig, kaldast inn til landsins.
- Hægur vindur og líkur á slæmum loftgæðum víða um land á gamlárskvöld
- Víða léttskýjað um kvöldið, en dálítil él norðaustanlands
- Snjókoma og skafrenningur sunnanlands að morgni gamlársdags
- Bjart að mestu á nýársdag
- Kalt í veðri, 5 til 18 stiga frost á landinu