Áramótabrennur og flugeldasýningar

Frá áramótabrennu á Hauganesi í Skutulsfirði fyrir 20 árum. Mynd: Helena Árnadóttir.

Fimm áramótabrennur verða í Ísafjarðarbæ i kvöld ef veður leyfir og verður kveikt í þeim kl 20:30.

Brennurnar verða staðsettar á eftirfarandi stöðum:

  • Við smábátahöfnina á Flateyri
  • Á Árvöllum í Hnífsdal
  • Á Hauganesi á Ísafirði
  • Á Hlaðnesi fyrir innan lónið á Suðureyri
  • Við víkingasvæðið á Þingeyrarodda

Bolungavík

Í Bolungavík verður brennan og flugeldasýning á Hreggnasa. Þar er það björgunarsveitin Ernir sem býður. Kveikt verður í brennu kl 16:30 og flugeldasýningu skotið upp um kl 17:00.

Patreksfjörður

Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði verður með flugeldasýningu kl 21 í kvöld. Flugeldasalan verður opin fram til kl 15 í dag.

Hólmavík

Á Hólmavík verður björgunarsveitin Dagrenning með flugeldasýningu sem hefst kl 18:00 í dag, gamlársdag og verður hún staðsett á hafnarsvæðinu.

DEILA