Vöruvaktin – Níu eftirlitsstofnanir sameinast á einum vef

Frá vinstri: Regína Valdimarsdóttir, HMS, Edda Lína Gunnarsdóttir, Geislavarnir ríkisins, Hafliði Gunnar Guðlaugsson, ÁTVR, Hjalti Pálmason, Fjarskiptastofa, Jana Rós Reynisdóttir, Lyfjastofnun, Ísak Sigurjón Bragaso, Umhverfisstofnun og Herdís Björk Brynjarsdóttir, HMS.

Vöruvaktin er nýr vefur sem nýtast á neytendum til að þeir geti betur varast gallaðar og hættulegar vörur. Þar getur til dæmis verið um að ræða:

  • Raftæki
  • Fatnað
  • Snyrtivörur
  • Leikföng
  • Öryggisbúnað barna

Og margt fleira!

Að Vöruvaktinni standa níu stofnanir sem sinna eftirliti vörum sem eru seldar á markaði hérlendis.

 

Eftirlit með því að vörur uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra er í höndum níu ólíkra eftirlitsstofnana. Hver stofnun er með sérþekkingu á sínu sviði.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber þá ábyrgð á samræmingu alls markaðseftirlits í landinu í samvinnu við hinar stofnanirnar. Á grundvelli þessarar samvinnu hafa eftirlitsstofnanirnar níu nú sameinast um einn vettvang til að miðla til neytenda upplýsingum um öryggi og gera þeim betur kleift að sneiða hjá hættulegum vörum.

Með tilkomu Vöruvaktarinnar er auðveldara en áður fyrir neytendur að finna allar slíkar upplýsingar á einum stað. Einnig getur almenningur í gegnum Vöruvaktina komið á framfæri eigin ábendingum um hættulegar eða ólöglegar vörur. 

Að Vöruvaktinni standa:

  • ÁTVR
  • Fjarskiptastofa
  • Geislavarnir ríkisins
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Lyfjastofnun
  • Neytendastofa,
  • Samgöngustofa
  • Umhverfisstofnun
  • Vinnueftirlitið
DEILA