Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fékk á mánudaginn Lúðvík Þorgeirsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til fundar til þess að ræða möguleika á að beita ívilnun á endurgreiðslu námslána til þess að fá sérfræðinga á heilbrigðissviði til starfa.
Bæjarráð óskaði eftir þarfagreiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og fól bæjarstjóra að ræða við Byggðastofnun vegna málsins.
Á síðasta ári kom út skýrsla starfshóps heilbrigðisráðherra sem skilaði af sér tillögum til þess að jafna aðgengi að sérfræðingum óháð búsetu. Lagt er þar til að nýtt verði heimild í lögum um Menntasjóð námsmanna sem heimilar að ívilna í endurgreiðslu lána á sérstökum svæðum og að beita heimildinni gagnvart heilbrigðisstéttum.
Í framhaldinu var Byggðastofnun fengin til þess að meta þessar tillögur. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að ívilnunin ætti við á öllum Vestfjörðum og gagnvart námi í geislafræði, hjúkrunarfræði, lífeindafræði, ljósmóðurfræði, læknisfræði, sálfræði, sjúkraliðanám, sjúkraþjálfun, talmeinafræði og tannlæknisfræði.
Í september sendu Heilbrigðisráðuneytið og Byggðastofnun bréf til heilbrigðisstofnana og landshlutasamtaka sveitarfélaga þar sem vakin var athygli á þessu og bent á að skilyrði fyrir beitingu ívilnunar samkvæmt er að fyrir liggi tillaga frá sveitarfélagi eða sveitarfélögum til stjórnvalda um þörf á menntuðu fólki í byggð sinni.
Hefur Ísafjarðarbær brugðist við og undirbýr tillögu til Heilbrigðisráðuneytið.