Vesturbyggð: Styrkir til menn­ingar- og ferða­mála

Félag um listasafn Samúels fékk styrk.

Vesturbyggð hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til menningar- og ferðamála.

Styrkir til menn­ingar- og ferða­mála­tengdra verk­efna eru veittir fjórum sinnum á ári fyrir verk­efni og viðburði á yfir­stand­andi almanaksári. Næsti umsókn­ar­frestur er til og með 1. desember.

Athygli er vakin á því að í sótt er um í gegnum nýja íbúagátt sveitarfélagsins (athugið að það einskorðast ekki við íbúa Vesturbyggðar), hlekkurinn á íbúagáttina er efst á heimasíðunni.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur ráðsins. Nánari upplýsingar veitir menningar- og ferðamálafulltrúi.

Í maí síðastliðnum voru veittir átta styrkir að fjárhæð um eina milljón króna. Var m.a. styrkt uppsetning á einleik, ljóðaflutningur , útgáfa árbókar Barðastrandarsýslu og blúshátíð.

DEILA