Það verður mikið um að vera í yngri flokkum knattspyrnudeildar um helgina.
Það verða einir 6 flokkar að spila á höfuðborgarsvæðinu. 3. flokkur stúlkna og 4. flokkur drengja halda í fyrramálið suður í æfingaferð hvar verður æft og spilaðir æfingaleikir á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.
Vestri og Breiðablik hafa átt í farsælu og góðu samstarfi undanfarin ár og er þessi ferð liður í því. Stefnt er að því að elstu flokkarnir fari allt að tvisvar á ári í slíkar ferðir og þá í þeim mánuðum þegar ekki eru leikir í Íslandsmótinu.
6. & 7. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í sitthvoru mótinu um helgina.
6. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í Jólamóti KIA og Fram í Egilshöll og 7. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í KidsCoolshopmóti Breiðabliks í Fífunni.
Þá hefur Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla valið Albert Inga Jóhannsson leikmann Vestra til úrtaksæfinga dagana 26. – 28. nóvember nk.