Vestfirskir verktakar kaupa Tanga ehf

Frá undirritun samninga í gær. Mynd: aðsend.

Í gær voru undirritaðir samningar um kaup Vestfirskra verktaka ehf á Tanga ehf á Ísafirði og verða fyrirtækin sameinuð frá og með næstu máaðamótum. Garðar Sigurgeirsson, eigandi Vestfirskra verktaka segir að með þessu verði til öflugt verktakafyrirtæki á Vestfjörðum. Hann segir að bæði fyrirtækin hafi verið að vinna fyrir stóra viðskiptavini eins og laxeldis- og útgerðarfyrirtækin. Með Tanga bætast 8 – 10 manns við Vestfirska verktaka og flestir starfsmenn fyrrnenda félagsins færast yfir.

Í ágúst urðu breytingar á eignarhaldi Vestfirskra verktaka og Garðar varð einn eigandi þess. Þá var öllum starfsmönnum sagt upp þar sem verkefnastaðan var óljós. Garðar segir að nú hafi orðið mikil breyting til hins betra. Fjölmörg verkefni hafi komið til og verkaefnastaðan er nú mjög góð og mörg verkefni í pípunum. Garðar sagðist i samtali við Bæjarins besta vera bjartsýnn á framtíðarhorfurnar fyrir fyrirtækið.

DEILA