Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands hefur íbúum með lögheimili á Vestfjörðum fjölgað um 67 eða um 0,9% frá 1. desember 2023. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um 1,8%. Á höfuðborgarsvæðinu er fjölgunin heldur meiri eða 2,2%. Á Vesturlandi er fjölgunin 2,4% og á Suðurlandi 3,5%. Á norðanverðu og austanverðu landinu er fjölgunin undir landsmeðaltali.
Fjölgað hefur um 71 íbúa í Ísafjarðarbæ á þessum 11 mánuðum eða um 1,8%. Einnig hefur fjölgað lítilsháttar í Bolungavík, Reykhólahreppi, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi en fækkað í Vesturbyggð, Strandabyggð og Súðavík.
Litlar breytingar í október
Litlar breytingar urðu á íbúafjölda á Vestfjörðum í október. Íbúum fjölgaði um þrjá. Í Bolungavík fækkaði um 7 og í Strandabyggð fjölgaði um 6. Óbreyttur fjöldi bjó í Ísafjarðarbær.
Íbúuafjöld á Vestfjörðum 1. 11. 2024.